top of page

Stefnumál í Sveitarstjórnarkosningum 2022 í Reykjavík:

  1. Byggjum ódýrt strax - Aukum lóðaframboð og byggjum land Keldna. Stækkum Reykjavík með Viðeyjarleið sem sem tengir miðbæinn við Kjalarnes og Gufunes.

  2. Bætum flæðið strax - Höfnum dýrum samgöngusáttmála og förum strax í hagkvæmari framkvæmdir sem bæta flæðið. Eflum samgönguása borgarinnar og tengjum Reykjavík með Viðeyjarleið.

  3. Notum Reykjavíkurflugvöll - Leyfum meira millilandaflug frá Reykjavík.

  4. Stöðvum sóunina - Forgangsröðum grunnþjónustu og stöðvum vanundirbúin verkefni með breyttu verkferli. Verkefni verði metin með óháðu sérfræðimati á öllum stigum verkferla, frá hugmyndastigi til framkvæmdastigs. Þannig næst leiðrétting frá byrjun með óháðu sérfræðimati, komið verður í veg fyrir sóun á fé og verkefni eru dæmd annaðhvort hæf, leiðrétt eða stöðvuð.

bottom of page